Leikur að læra í dag - Kristín í heimsókn

Í dag kom Kristín Einarsdóttir, leiðsagnarkennari okkar í Leikur að læra- verkefninu og hitti börnin á Holti. Hún kom í desember og hitti Víkina og Lónið þannig að Holtið var eftir. Hún tók börnin á Holti til sín í tveimur hópum í Glaumbæ. Þar unnu þau verkefni um bókstafina, nöfnin þeirra og tengdi þá vinnu fyrirmælum og ferðamátum ( skríða, hoppa aftur á bak, köngulóargangur og fleira ). Myndir frá verkefnavinnunni má nálgast hér.