Leiksýningin Íslenski fíllinn

Á morgun, þriðjudaginn 7. mars kl: 10.00, býður foreldrafélagið börnunum á leiksýninguna Íslenski fíllinn, sem Bernd Orgdnyk hefur hannað og sér um. Við höfum oft notið skemmtilegra sýninga frá Brúðuheimum og Bernd og hlökkum til að fá að sjá þessa sýningu á morgun. Sagan gerist í Afríku þar sem miklir þurrkar geisa  – lítill, munaðarlaus fílsungi vill ekki farast. Hann hittir kríu sem hvíslar í eyra hans ævintýralegri sögu af eyju í norðri, þar sem finna megi óþrjótandi vatn í öllum mögulegum myndum. Fílsunginn ákveður að leggja upp í langt og erfitt ferðalag til að finna þennan ótrúlega stað. Sagan um íslenska fílinn er skemmtileg og fyndin, en fjallar jafnframt um mikilvæga hluti, eins og þrautseigju og hugrekki til að takast á við hið óþekkta. En það getur reynst þrautin þyngri að aðlagast nýjum aðstæðum án hjálpar annarra.