Leikskólanum lokað fram yfir helgi

Í Garðaseli hefur komið upp smit á einni deild, Lóni, og er deildin komin í sóttkví, starfsfólk og börn þurfa að fara í skimun. Rakningarteymi mun síðan leiða okkur áfram næstu skref og foreldrar upplýstir hverju sinni um stöðuna.

Skólanum var lokað í morgun eftir að tilkynning barst og starfsfólk og börn á Holti og Vík send heim í smitgát, sem þýðir að fara má um en gæta fyllstu varúðar, sótthreinsun skal virt og einnig grímuskylda hjá fullorðnum. Starfsfólk þessara deilda var beðið um að fara í hraðpróf í byrjun til að fá stöðuna. Ef einhver fleiri smit greinast þá tekur við ný sviðsmynd sem rakningarteymið mun leiða. 

Ef foreldrum vantar útiföt barna sinna má hafa samband við skólastjóra í síma 899-2613 og málin verða leyst.