Leikskólar loka kl: 14.30 þann 3.nóvember

Starfi leikskóla á Akranesi lýkur kl. 14:30 á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember
Skóla- og frístundasvið í samráði við leikskólastjóra hefur ákveðið að starfi leikskólanna ljúki kl. 14:30 þriðjudaginn 3. nóv. til þess að starfsfólk leikskólanna hafi tækifæri til að skipuleggja starfið fyrir næstu tvær vikur og undirbúa starfið til samræmis við útgefna reglugerð heilbrigðisráðuneytisins frá 1. nóvember.
Eftir þennan samráðsfund í leikskólanum fá foreldrar upplýsingar um verkferla, hólfaskiptingu og annað sem mikilvægt er fyrir foreldra að þekkja og vita, því verkefnið framundan er okkar allra.
Foreldrar eru beðnir um í lok dags, þegar þeir sækja börn sín, að stoppa ekki við úti í leiktækjum eða í spjalla við starfsfólk nema brýna nauðsyn beri til. Við erum allan daginn að takmarka samskipti og samveru í skólanum og þessi hluti dagsins skiptir miklu máli í að halda starfsemi skólans opinni áfram- dæmin sýna okkur að lítið þarf til. Ef foreldrar þurfa að ræða eitthvað er minnt á að alltaf má hringja og taka samtal eða senda okkur tölvupóst