Janúar í Garðaseli

Janúar er jafnan skemmtilegur mánuðir í leik og starfi með börnunum.

Fókusinn er settur á Þorrann og gamla tímann. Byggðasafnið var heimsótt og tók Jón Allansson, safnvörður, á móti barnahópunum.

Við héldum þorrablót þar sem börnum gafst tækifæri á að smakka hefðbundinn þorramat ásamt því að gæða sér á slátri.

Á Vík var unnið með Víkingaþema og margt skemmtilegt unnið í því verkefni.

Á Holti var kindin og ullin tekin fyrir og falleg listaverk urðu til í þeirri vinnu barnanna.