Íþróttadagar í Garðaseli

Dagana 12. -15.. júní er fjölbreytt og skipulögð hreyfing á öllum deildum, úti og inni, eftir því sem veður leyfir. 

Í gær var hið árlega Heilsuskokk og fóru Holt, Hóll og Vík í skógræktina og þar hlupu börnin marga hringi innan grassvæðisins - allt frá 5 upp í 12 hringi. Svo skemmtilega vildi til að gönguhópur eldri borgara var að leggja af stað á sama tíma og fylgdi hópurinn börnunum eftir til að byrja með.

Á Lóni og Lind var sett upp hreyfibraut í Kvosinni og leikið með fallhlífina stóru og bolta inni á Skála. Í dag var dansgleði á yngstu deildunum og Holtið fór í útileiki og útijóga á leiksvæðinu á annarri hæð.

Hóll og Vík fóru á Langasandinn í jóga og leika.