Hálsaskógur lifnar við

Nú er verkefnið um Dýrin í Hálsaskógi komið á fullt og út um allan skóla mætum við börnum með skott syngjandi Mikkavísur eða Lilla klifurmús. Á Holti og Vík hafa verið útbúin tré í Hálsaskóg og persónur eru að birtast. Eins og sjá má á myndunum er að mörgu að hyggja og enginn má gleymast.