Helstu smitsjúkdómar barna

Lítil börn eru oft pestsækin og taka ýmsa smitsjúkdóma sem leiðir til þess að þau þurfa að vera heima og ekki koma í leikskólann í einhvern tíma - dag eða nokkra daga. Foreldrar leita mikið til leikskólans eftir ráðlegginum um heimadvöl barna sinna og starfsmenn skólans reyna eftir bestu getu að upplýsa foreldra. 

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna, smithættu og hvenær barnið megi koma aftur í leikskólann. Ef foreldrar eru óöruggir þá er besta leiðin að fá símtal við ráðagóða hjúkrunarfræðinga á HVE ( 432-1000) sem veita góða leiðsögn eða vísa foreldrum áfram til læknis.

Helstu smitsjúkdómar barna