Heilsuskokkið í dag

Í dag var fyrra heilsuskokk skólaársins og fóru Holtarar og Víkarar í Akraneshöllina og hlupu þar. Hver og einn hljóp eins og hann gat og Víkararnir 35 náðu heilum 218 hringjum, vel af sér vikið. Mikið kapp og dugnaður í þessum frábæru krökkum.  Í lokin fengu allir ávexti og verðlaunapening.

Í dag fóru Lónarar í gönguferð og æfðu sig í því og fengu að sjálfsögðu líka verðlaunapening fyrir sína þátttöku.