Heilsuskokkið

Á föstudaginn var fyrra heilsuskokk skólaársins og tóku öll börn þátt í því. Holt og Vík fóru á Jaðarsbakkasvæðið og skokkuðu hringinn í kringum Akraneshöllina. Börnin hjálpuðust að við að skrá fjölda hringa sem þau hlupu með því að krossa á spjald eða á hendina á sér.  Mikið kapp og dugnaður einkenndi skokkið og börnin rjóð í kinnum af ákefð og áreynslu. Yngstu börnin á Lóni fóru í góðan göngutúr og er það góð byrjun á hreyfingu fyrir þau. Í lokin fengu allir verðlaunapening fyrir þátttökuna. Myndir frá skokkinu.