Haustskóli og skólastjóraheimsóknir falla niður

Í dag var fyrsti samráðsfundur verkefnis leik- og grunnskóla , Brúum bilið. Fulltrúar leik- og grunnskóla sitja ásamt verkefnastjóra skóla- og frístundasviðs.Á þessum fundi var tekin ákvörðun um að fresta öllum heimsóknum milli skólastofnana til að efla sóttvarnir enn frekar.Því verður ekkert af skólastjóraheimsóknum elstu barnanna í grunnskólana og Haustskólinn verður ekki á þessu hausti.
Nýjar ákvarðanir verða teknar eftir áramótin og þá hvernig og hvort koma megi þessu skemmtilega og árangursríka samstarfi á - en með skynsemi og engri hættu á smitum á milli stofnana.