Gulur dagur

Á morgun hefst Norðurálsmótið í fótbolta og af því tilefni væri gaman að koma í gulu í leikskólann. Á morgun ætla Vogur og Vík að fylgjast með skrúðgöngu mótsins sem byrjar klukkan 11 á Krónuplaninu. Skrúðgangan er liður í opnun mótsins. 

Í dag fóru börnin á Víkinni að fylgjast með fyrstu leikjunum en yngri leikmenn mótsins byrjuðu leiki sína í dag og hjá okkur eru nokkrir nemendur sem eru að keppa á mótinu. 

Meðfylgjandi er hlekkur á nýja ÍA lagið

https://open.spotify.com/track/5Y0P2xC5PtpAt3iM6LmW6J?si=cb7383b06f95434c&nd=1&dlsi=d5d2d8c74d394a86

Áfram ÍA