Gömul leikföng á Þorranum

Nú á Þorra er verið að vinna með gamla tímann á fjölbreyttan hátt. Byggðasafnið geymir söguna vel í myndum og ekki síður gömlum hlutum og húsum sem gaman er að skoða. Hvernig voru húsin í gamla daga ? hvernig var maturinn ? hvernig voru leikföngin sem börnin léku sér með ? Á Skála hefur verið sett upp sýning á gömlum leikföngum sem við fengum lánuð héðan og þaðan. Sum þeirra eru ekki ólík því sem börn þekkja í dag en önnur eru frábrugðin  og meira forvitnileg eins og sjá má á myndunum