Gestalesari í Garðaseli

Dagur íslenskrar tungu er á laugardaginn þann 16. nóvember. Í tilefni hans verður dagskrá á Skála á föstudaginn með öllum deildum ; söngur, þulur og dans. Að þessu sinni verður ekki dagskrá fyrir foreldra en í desember verða viðburðir fyrir fjölskyldur barnanna. Miðvikudag og fimmtudag kom Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, kennari, rithöfundur og amma hjá okkur í Garðaseli og var með lestrar- og fræðslustund með hópunum á Vík og eldri hópnum á Holti. Þessi góða heimsókn er hluti af dagskrá skólans í tilefni af Degi íslenskrar tungu