Frístundaheimili, sumarstarf/haustbyrjun.

Frístundaheimili sumarstarf / haustbyrjun.

 

Kæru foreldrar. Sumarfrístund mun vera starfrækt í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í ágúst mánuði fyrir börn sem eru að fara í 1.bekk (2018) og 2.bekk(2017). Boðið verður upp á heilsdags frístund fram að skólasetningu. Þar fá börnin tækifæri til að aðlagast og kynnast frístundaheimilinu sínu, skólanum og skólaumhverfi í rólegheitum áður en aðrir nemendur koma í skólann.

 

Sumarfrístundin er opin frá 8.00-15.00 og í boði er að velja gæslu milli 15:00 – 16:00. Einnig er hægt að velja námskeiðið fyrir hádegi (kl. 8-12) og eftir hádegi (kl.12-15).

 

Vetrarfrístund lýkur þriðjudaginn 5.júní. Ekki er opið í frístundaheimilum á skólaslitadaginn 6.júní.

Skráning á sumarfrístund fyrir 1 og 2.bekk fer fram á Sportabler frá og með 10.maí – 5.júní

https://www.abler.io/shop/brekkusel

https://www.abler.io/shop/grundasel

Vika 1. 12-16.ágúst (5dagar) - haustdagskrá í frístund

Vika 2. 19.-22.ágúst (4dagar) - haustdagskrá í frístund

  1. ágúst skólasetning engin frístund

  1. ágúst frístund fyrir 1.-2.bekk byrjar samkvæmt vetrarskipulagi.

 

Ath. Þau börn sem eru skráð í Brekkusel og Grundasel í á tímabilinu 12.-22.ágúst koma sjálf með nesti (3 máltíðir- morgunnesti, hádegismatur og síðdegishressing). Klæðnað eftir veðri.

Upplýsingar er hægt á fá í gegnum:

Brekkubæjarskóli fristund@brak.is og síma 433-1327

Grundaskóli fristund@gundaskoli.is og í síma 433-1425

Til að skrá barn á vetrarfrístund frá 26.ágúst (frístund eftir skóla) þá þarf að fara inn á vala.is og velja þar vetrarfrístund.

 

Mönnun á frístundaheimilum fer eftir fjölda barna. Til að tryggja öruggt pláss á frístundaheimili í sumar/vetrarfrístund frá og með ágúst 2024, hvort sem er í Brekkuseli eða Grundaseli þarf að vera búið að senda inn umsókn fyrir 5.júní 2024.