Foreldrasamtöl - fyrirkomulag þeirra

Foreldrasamtöl á öllum deildum verða vikunar 26. október til og með 6.nóvember. Fyrirkomulag þeirra verður með öðru sniði þar sem innkoma foreldra í skólann er takmörkuð.
Fyrirkomulag verður með þessum hætti :
  • foreldrar fái sent í tölvupósti útfyllt eyðublað fyrir barn sitt sem unnið er af umsjónarkennara
  • umsjónarkennari gefur foreldrum símatíma þar sem farið er yfir stöðu barns samkvæmt því mati sem foreldrar hafa þá þegar fengið sent. Foreldrar geta þá undirbúið sig og samtalið verið markviss og gagnlegt
  • ef foreldrar vilja fá að hitta Ingunni sérkennslustjóra vegna niðurstaðna í Hljóm þá verður komið til móts við það hér í leikskólanum
  • ef beiðnir um samtöl í skólanum verða þarf að meta og skoða hvernig hægt er koma til móts við þær en örugglega hægt að leysa það.
Ef eitthvað er óljóst þá eru foreldrar hvattir til að koma fyrirspurnum sínum áleiðis til deilda eða skólastjóra.