Flöskusöfnun til styrktar SOS-barnaþorpum

Í næstu viku 7. -11. desember er hin árlega flöskusöfnun í Garðaseli til styrktar SOS-barnaþorpunum. Börnin koma með einnota flöskur að heiman sem við söfnum saman og förum með í endurvinnsluna. Ágóðinn er lagður inn á reikning SOS-barnaþorpa. Garðasel er Sólblómaleikskóli SOS vegna þessa verkefnis og eru foreldrar hvattir til að aðstoða börn sín við þetta verkefni.