Erilsöm vika að baki

Nú er önnur vika skólaársins liðin og óhætt að segja að hún hafi verið erilsöm á margan hátt.

Í dag eru 145 börn komin inn í Garðasel og aðlögun yngstu barnanna lokið eða langt komin. Allt hefur gengið eins og vænst var þegar um lítil börn er að ræða sem eru jafnvel í fyrsta skipti að skilja við foreldra sína.

Aðlögun tekur mið af hverju barni, sum þurfa lengri tíma en önnur og þá verður skipulag aðlögunar þeirra barna endurskoðað.

Foreldrar hafa verið fjölmargir í skólanum á meðan á aðlögun er og þökkum við þeim fyrir samstarfið.