Fara í efni

Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum

Enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum - eru einkunnarorð árlegrar flöskusöfnunar í desember í Garðaseli. Garðasel er Sólblómaleikskóli sem styður hjálparstarf Barnaþorpa SOS sem hefur þá meginsýn að bæta gæðum við líf barna um allan heim. Vikuna 4. -8. desember hvetjum við foreldra til að aðstoða börn sín við að tína flöskur í poka og koma með í leikskólann. Síðan fara börnin í endurvinnsluna með flöskurnar og andvirði þess sem safnast leggja þau á reikning hjá SOS hjálparsamtökunum.