Downs-dagurinn á þriðjudaginn

Alþjóðlegur dagur DOWNS-heilkennis er haldinn 21. mars ár hvert.

Þann dag fögnum við fjölbreytileikanum í Garðaseli og mætum í mislitum sokkum.

Í Garðaseli er einn nemandi með DOWNS sem stráir gleði í kringum sig alla daga og kennir okkur hinum ýmislegt.