Dagur leikskólans 6. febrúar

Söngstund á Degi Leikskólans
Söngstund á Degi Leikskólans

Deginum var fagnað með að hafa allar deildir opnar og frjálst flæði barna um skólann. Börnin nýttu tækifærið og skoðuðu skólann, léku sér á nýjum leiksvæðum og margir nýttu tækifærið og léku sér við systkini sín eða fóru saman um skólann. Eftir þetta tók við sameiginleg söngstund allra deilda í salnum.

Ingunn Ríkharðsdóttir fráfarandi leikskólastjóri var svo væn að koma í heimsókn og spila á píanóið fyrir okkur í söngstund. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir komuna en auk þess færði hún leikskólanum að gjöf mynd af Akranesi eftir Ernu Hafnes. og búið er að hengja upp myndina á efri hæðinni við stigann þar sem hún mun gleðja gesti og gangandi.

Almenn ánægja var með daginn bæði hjá starfsfólki og börnum og þetta var skemmtileg viðbót við fjölbreytt leikskólastarf.