Breyttar reglur í fataherbergi

Frá og með deginum í dag gilda aftur sömu reglur um innkomu foreldra í fataherbergi og voru fyrir síðustu aðgerðir. Nú gildir 1 metra fjarlægðarviðmið en grímuskylda og sóttvarnir eins og áður ( sprittun ).

Foreldrar mega koma inn í fataherbergin - 4 -5 foreldrar samtímis  á Holti og Vík en 2 -3 á Lóni. Foreldrar eru hvattir til að ganga rösklega til verka í fataherbergjum, sérstaklega ef aðrir eru að bíða eftir að geta komið inn.

Ef einhverjir aðrir en foreldrar sækja börnin þá þarf að vera búið að upplýsa þá um þær reglur sem í gildi eru.