Óbreytt fyrirmæli í COVID

Tilmæli til leik- og grunnskóla frá sóttvarnarteymi eru áfram óbreytt miðað við það sem verið hefur en 2 metra reglan tekin upp að nýju þar fyrir utan.
Við höldum okkar striki áfram - tökum á móti foreldrum og börnum við útidyr deilda. Innan leikskólans er gætt vel að sóttvörnum, handþvottur og spritt alla daga, sótthreinsun svæða og harðra flata eins og kostur er og ef einhver þarf að fara úr húsi að viðkomandi gæti vel að eigin sóttvörnum, starfsfólki býðst að taka grímur með sér ef farið er inn í verslanir eða aðra þjónustustaði.
Þjónustuaðilar og sérfræðingar sem koma inn í skólann eru beðnir að gæta vel að allri umgengni og sóttvörnum og beðnir um að hafa grímur við innkomu inn í skólann.
Enn og aftur er minnt á að sóttvarnir verða aldrei meiri eða betri en þeir sem hér eru og hingað koma og við treystum því að allir sýni varkárni og gæti vel að sér.
Leyfum okkur þó að njóta lífsins þrátt fyrir allt - barna okkar og fjölskyldu, góða veðursins, yndislegra daga, starfa okkar og tómstunda og alls þess sem lífið býður okkur þrátt fyrir COVID Lítum upp og njótum lífsins !