Breytt fyrirkomulag aðlögunar á Lóni

Aðlögun nýrra nemenda hefst á mánudaginn og vegna COVID19 og 2 metra reglunnar höfum við þurft að endurskipuleggja aðlögun á Lóni þar sem 13 börn koma inn ásamt foreldrum. Ef allur hópurinn kæmi saman væri ekki hægt að uppfylla viðmið um fjarlægð.Hér fyrir neðan má sjá nýtt skipulag aðlögunar á Lóni en þar er gert ráð fyrir að börnin komi inn í tveimur hópum yfir daginn og skipti svo dagshlutum næsta dag. Foreldrar eru hvattir til að setja rútínu barnanna í gang eins og þau væru að mæta snemma morguns í skólann sinn því annars munu þau illa eða ekki ná hádegislúrnum sem er þeim mikilvægur. Annað foreldrið er velkomið dag hvern og ekkert mál að skipta dögunum á milli sín. Nýtt skipulag aðlögunar á Lóni