Lambaferð á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 17. maí fara allir árgangar nema sá elsti í sveitina að Bjarteyjarsandi.

Lagt verður af stað um kl: 8.50 og komið heim um kl: 13.00.

Börnin þurfa að vera með bílstólana sína þennan dag og eins létta og þægilega og nokkur kostur er. Foreldrar eru beðnir að skilja " basið" eftir heima þar sem það er mjög þungt og tekur mikið rými.Frekari upplýsingar og samtal verður með foreldrum.

Þetta er væntanlega síðasta sveitaferðin sem farin er á vegum skólans og mun foreldrafélagið taka þetta skemmtilega verkefni til sín á næsta skólaári.