English
Dansk
Polski
ForsíðaNemendurForeldrarUm skólann
Stærra letur Minna letur

Gerðu ávallt þitt besta

 

Stofnun ársins 2012
Stofnun ársins 2013
Stofnun ársins 2014
Stofnun ársins 2015

Þegar ég verð gamall maður verða bara til fjarstýrðir karlar sem gera allt, t.d. vaska upp, taka til og gera allt sem þarf að gera 

Prenta vefsíðu

Leikskóli fyrir alla 

 

 cutecolorsfaeline4.gif 

 Í aðalnámskrá segir:
 ,, Börn hafa mismunandi getu, reynslu og þroska. Leikskólinn á aðtaka tillit til  þarfa  hvers  einstaks    barns svo það fái  að njóta sín í hópi annarra barna á eigin forsendum “.

Í Garðaseli er lögð  áhersla á að öll börn fái viðfangsefni við hæfi, aðlagist barnahópnum og njóti eðlilegra félagslegra tengsla.

Sérkennsla / sérstuðningur og leiðsögn tekur mið af þörfum hvers barns og er í nánu samráði við foreldra.  Skipulag sérkennslunnar í Garðaseli er þannig að börn fara ýmist í einstaklingsþjálfun eða fá stuðning á deildum. Við skipulag kennslunnar er haft að leiðarljósi að hvert barn er einstakt og hagsmunir þess og þarfir ganga fyrir í skipulagi sérkennslu.

Einstaklingsnámskrár og áætlanir eru gerðar fyrir þau börn sem hafa sérstuðning. Foreldrar koma að gerð einstaklingsnámskráa og með sérskennslustjóra og deildarstjóra og samþykkja námskránar að lokum með undirskrift sinni. Námskrárnar eru í endurskoðun eftir því sem þörf er á.

 

Í  sérkennslunni hefur leikskólinn tileinkað sér TEECH – skipulagið, Tákn með tali og Irene Johansson málörvunar – aðferðina.

 

Greiningarlistar sem  m.a. eru notaðir:
Íslenski þroskalistinn Íslenski þroskalistinn er frumsaminn hérlendis og staðlaður til að meta mál- og hreyfiþroska þriggja til sex ára barna.

Smábarnalistinn

Smábarnalistinn er frumsaminn og staðlaður þroskalisti til að meta mál- og hreyfiþroska ungbarna á aldrinum 15-18 mánaða.

Orðaskil

Málþroskaathugunin Orðaskil er fyrir börn á aldrinum 18 – 36 mánaða
Hljóm-2 Hljóm-2 er athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarn 
ADHD-listinn

Staðlaður matskvarði ( ofvirkni, athyglibrestur, hvatvísi )

                                   

 
 
Garðasel | Lerkigrund 9 | 300 Akranes | Sími: 433-1240 | gardasel@akranes.is